Það er eitthvað örlítið rómantískt við tilhugsunina við að halda á nýlöguðu kaffi snemma morguns. Lítil en hugguleg athöfn í morgunrútínunni sem undirbýr mann fyrir daginn eða allavega næstu klukkutíma.. þar til maður fær sér næsta bolla.
Við berum mikla virðingu fyrir þessum mikilvæga hluta í morgunrútínu viðskiptavina okkar og bjóðum því upp á hágæðakaffi. Kaffið okkar..
Það þýðir að kaffibaunirnar sem við notum eru ræktaðar án aukaefna, skordýraeiturs og tilbúins áburðar.
Með því að kaupa fairtrade kaffi þá er tryggt að framleiðendur á kaffibaunum fái viðunandi verð fyrir afurð sína sem getur aukið lífsgæði starfsmanna kaffiræktunar í þriðja heims ríkjum.
af samvinnfélagi smábænda sem nota sjálfbæra orku við framleiðslu. Kaffi er næst stærsta útflutningsvara Hondúras og er landið stærsti framleiðandinn á kaffibaunum í Mið-Ameríku. Útflutningur á kaffi hefur því mikil áhrif á lífsgæði íbúa í Hondúras.
Kaffið okkar er Arabica, dökkristað með keim af súkkulaði og suðrænum ávöxtum.
Við vitum að fólk vill hefja daginn á ilmandi bolla og erum hrikalega stolt af kaffinu okkar, leggjum gríðarlega áherslu á þjálfun í kaffigerð og höfum mikla ástríðu fyrir kaffi og kaffilist. Hlökkum til að sjá ykkur!
The post Morgunbollinn frá Joe appeared first on Joe & the juice.